Stjörnuegg ehf - Sími: 531 3000

Hversu gamalt er eggið?

Egg eru best nýorpin en hvernig vitum við hversu gömul eggin eru? Ein besta leiðin til að komast að aldri eggs án þess að brjóta það er að setja eggið í skál með köldu vatni.

Fylltu skál af vatni og settu eggið í skálina, eggið má ekki standa upp úr vatninu. Ef eggið liggur flatt á botninum þá er það glænýtt. Ekki er gott að sjóða glæný egg þar sem erfitt er að ná skurninni af. Egg sem liggja á botninum en annar endinn stendur upp eru upplögð fyrir suðu, þessi egg eru 2-3 vikna gömul. Egg sem fljóta eru orðin gömul og geta verið farin að úldna. Við mælum með að þeim sé hent.