Stjörnuegg ehf - Sími: 531 3000

Amerískar pönnukökur með bláberjamauki

Fyrir : 4

Eldunartími : 50

Erfiðleikastig : Einföld

Hráefni :

Amerískar pönnukökur:

50 g smjör
230 g hveiti
1/4 tsk salt
2 msk sykur
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1 stk egg
300 ml AB mjólk
100 ml mjólk

Bláberjamauk:

400 g fersk bláber
200 g góð bláberjasulta
1 stk sítróna

Leiðbeiningar :

Bláberjamauk:

Setjið allt saman í pott og látið malla í 7-10 mínútur. Kælið og berið fram með pönnukökunum.

Pönnukökurnar:

Hitið ofninn í 100°C. Bræðið smjörið og blandið þurrefninu saman í hrærivélaskál. Hrærið eggið, AB-mjólkina, mjólkina og smjörið saman í annarri skál og hellið svo blöndunni smám saman við þurrefnablönduna. Látið deigið standa í 10-15 mínútur.

Hitið örlítið smjör á meðalheitri pönnu og steikið litlar pönnukökur í u.þ.b. 2-3 mínútur á hvorri hlið. Raðið pönnukökunum jafnóðum á pappírsklædda ofnplötu og setjið inn í ofn til að halda þeim volgum þar til þær eru bornar fram.