Stjörnuegg ehf - Sími: 531 3000

Cordon Bleu kjúklingur

Fyrir : 4

Eldunartími : 60 mín

Erfiðleikastig : Miðlungs

Hráefni :

4 stk kjúklingabringur
4 stk skinkusneiðar
4 stk ostsneiðar
100 g hveiti
3 egg
150 g brauðrasp
salt og nýmalaður pipar
olía til steikingar

Leiðbeiningar :

Skerið kjúklingabringurnar í tvennt, eftir endilangri bringunni. Setjið í plastpoka og berjið… já berjið t.d með kökukefli. Þetta er ákaflega stresslosandi en ástæðan fyrir barningnum er að þynna bringurnar.

Kryddið bringurnar með salti og pipar. Raðið skinku og osti ofan á fjórar bringur og leggið hinar yfir. Veltið “samlokunni” upp úr hveiti, þaðan í hrærð egg og að lokum upp úr brauðraspi.

Steikið bringurnar í u.þ.b 5 mínútur á hvorri hlið. Kryddið og setjið í eldfast mót. Bakið bringurnar í 15 mínútur og berið fram.