Stjörnuegg ehf - Sími: 531 3000

Marengstoppar með piparfylltum lakkrísreimum og súkkulaði

Fyrir : 10

Eldunartími : 30 mín

Erfiðleikastig : Miðlungs

Hráefni :

3 eggjahvítur
200 g púðursykur
1 poki piparfylltar lakkrísreimar (80 g)
1 poki suðusúkkulaðidropar (150 g)

.

Leiðbeiningar :

Þessi uppskrift kemur frá Svövu Gunnarsdóttur sem heldur úti vefsíðunni Ljúfmeti en þar má finna fjöldan allann af girnilegum uppskriftum.

Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur. Skerið lakkrísreimarnar niður í smáa bita.

Blandið lakkrísreimum og súkkulaði varlega saman við stífþeyttu eggjahvíturnar.
Mótið toppa með tveim teskeiðum og bakið við 140° í 20 mínútur