Stjörnuegg ehf - Sími: 531 3000

Spaghetti Carbonara

Fyrir : 4

Eldunartími : 35

Erfiðleikastig : Miðlungs

Hráefni :

250 g Beikon
150 g parmesanostur
6 eggjarauður
1 stk kjúklingakraftsteningur
4 msk matreiðslurjómi
1 msk smjör
2 hvítlauksrif
400 g spaghetti
1 1/2 msk ólífuolía
nýmalaður pipar
10 g steinselja

 

Leiðbeiningar :

Hitið ofninn í 200°C. Raðið beikonsneiðunum á smjörpappírsklædda ofnplötu. Bakið beikonið í 25 mínútur eða þar til það er orðið stökkt.
Klippið eða skerið beikonið niður og skellið því aftur í ofninn í 5 mínútur. Rífið niður parmesanostinn.

Léttþeytið saman eggjarauðurnar, rjómann og helminginn af parmesanostinum
Hitið vatn að suðu og bætið ólífuolíunni út í ásamt smá salti og sjóðið pastað „al dente”. Sigtið vatnið frá því.

Bræðið smjörið í pottinum og léttsteikið hvítlaukinn. Bætið beikoninu út í ásamt spaghettíinu og hrærið.
Færið pottinn af hellunni og hrærið eggjablönduna saman við spaghettíið. Setjið spaghettíið á fjóra diska, stráið parmesanosti og steinselju yfir og kryddið létti­lega með pipar.